Með því að kaupa miða, tilboð eða gjafabréf hjá Curiosky.com, þá samþykkir kaupandi skilmála okkar. 

  • Eftir að þú hefur keypt vöru hjá Curiosky.com þá hefur þú 14 daga til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. 
  • Ef viðburður sá er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar engann rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
  • Ef dagsetning á viðburð fellur niður er eigendum miðanna boðin sömu sæti á aðra dagsetningu (þ.e.a.s. ef aðrar dagsetningar eru í boði). 
  • Ef kaupandi "e-miða" kemst ekki á breytta dagsetningu er honum boðin endurgreiðsla. Greitt er inn á sama kort og greiddi miðann. 
  • Beiðnir um endurgreiðslu "E-miða" skulu berast Curiosky.com eigi síðar en 14 dögum eftir dagsetningu viðburðar sem féll niður.
  • Ekki er hægt að fá endurgreitt keypt tilboð eða gjafabréf.
  • Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur Glitsky.com sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.
  • Á sérstaka viðburði geta kaupendur keypt takmarkaðan miðafjölda. Curiosky.com áskilur sér þann rétt að ógilda miða keypta umfram þann fjölda.
  • Viðburðir eru á ábyrgð aðstandenda viðburða, ekki Curiosky.com

Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað. Curiosky.com tekur ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða.

Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða, gjafakort eða fölsun á annarri vöru sem Curiosky.com selur gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð. 

Aðeins er hægt að hleypa inn aðilum sem eru skráðir inn í kerfi Curiosky.com á viðburði. 

Allir miðar, öll gjafabréf og tilboð sem við seljum er tengt nafni þeirra sem ætla að nota sér miðann. Ekki má framselja miða til þriðja aðila, ekki nema hafa samband við ábyrgðamann viðburðar sem getur þá breytt nafni kaupanda miðans. 

Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst án fyrirvara.